Ólafur Ragnar, Björn Bjarnason og vanmetakindurnar

Vansælar manneskjur eru sífellt að narta í Ólaf Ragnar Grímsson - alveg sama hvað hann gerir eða gerir ekki. Einkum virðist hér um að ræða fólk sem hefur árangurslítið reynt að komast til metorða á hægri vængnum og reynir enn með þessum hætti að vinna sig í álit með þráhyggjukenndu röfli í garð forsetans. Því ómerkilegri sem karakterinn er, þeim mun meira nöldur í garð Ólafs Ragnars.

 

Hliðstæðan á hinum vængnum eru þráhyggjukenndar árásir á Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. Alveg sama hvað hann segir eða gerir, alveg sama hvað hann segir ekki eða gerir ekki - vanmetakindur sem halda að þær séu vinstrisinnaðar eru alltaf tilbúnar með svigurmæli í hans garð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Mér þykir gaman að nöldra yfir ÓRG en hef samt aldrei vonast eftir frama innan Sjálfstæðisflokksins ;)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 31.1.2007 kl. 00:47

2 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Þessu var nú ekki beint sérstaklega til þín, Keli frændi minn - þó að þú megir vissulega taka það til þín! En eins og ég held að þú vitir, þá reyni ég að meta Björn Bjarnason að verðleikum eins og annað fólk - og mér finnast verðleikar hans talsverðir! Maðurinn er vinnusamur, duglegur, samviskusamur, heiðarlegur - hvers er frekar hægt að krefjast?

Hlynur Þór Magnússon, 31.1.2007 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband