Hvað á vegurinn að heita?

Lagning vegar milli Stranda og Breiðafjarðar um Arnkötludal og Gautsdal hefur verið boðin út (sjá kort). Það er hið besta mál. En þá kemur að nöldri yfir smámunum, sem sumir kalla: Nöfnum og númerum vega. Jónas Guðmundsson sýslumaður í Bolungarvík, sem hefur í mörg ár beitt sér fyrir þessum vegi, hefur ævinlega kennt hann við Arnkötludal. Það hafa líka aðrir gert sem um hann hafa fjallað. Fram að þessu.

 

AG-kort-stortÍ útboði Vegagerðarinnar er vegur þessi nefndur Tröllatunguvegur. Við það hafa ýmsir athugasemdir fram að færa. Jón Jónsson ferðafrömuður á Kirkjubóli við Steingrímsfjörð, Strandamaður í húð og hár, skrifar athyglisverða færslu um þetta á bloggi sínu og rökstyður mál sitt vel. Ég leyfi mér hér að vísa í hana og geri orð hans að mínum. Jafnframt vísa ég í færslukorn mitt um veg þennan fyrir nokkrum vikum.

 

P.s.: Ég veit að umræðuefni af þessu tagi er ekki til þess fallið að auka aðsókn að blogginu mínu. Lofa að tengja næst í einhverja heimsfrétt, svo sem af yfirvofandi jarðarför Önnu Nicole Smith eða hársprettunni hjá Britney Spears og lýsa skoðunum mínum í þeim efnum (þarf að koma mér upp skoðunum).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Ágæti Hlynur!

     Ég hef enga skoðun á Önnu heitinni Nicole Smith, né Britney Spears (með eða án hárs).  En ég skal nöldra pínulítið yfir þessum vegaspotta sem mér finnst með öllu óþarfur.  Ég er kannski svo heimsk, að ég hef aldrei skilið hverjum hann á að þjóna.  Þér að segja held ég (og hef fengið undirtektir við þá skoðun mína) að þessi vegur verði ekki notaður af Djúpmönnum (nema þegar Þorskafjarðarheiðin er ófær).  Til hvers að bæta einum fjallveginum við á þessari leið.  Er ekki heldur nær að bora undir Kollafjarðarheiði (mér er sagt af fróðum mönnum að þau göng þurfi ekki að vera nema 1 (einn) kílómeter að lengd) í framhaldi af fyrirhuguðum vegabótum í Gufudalssveit.  Eða kannski það sem nýttist enn fleirum, bæta svo um munar samgöngur milli norður- og vestursvæðis Vestfjarða (Dýrafjarðar- og Dynjandisheiðargöng), þá væri kannski hægt að leggja af (eða minnka þjónustu) flóabátinn Baldur, þar sem yrði kominn heilsárs láglendisvegur milli norður- og vestursvæðis, og íbúar Barðastrandarsýslna myndu sækja þjónustu sína allt árið til Ísafjarðar.  Ekki veitir nú af eftir síðustu fréttir af lokun Marels á Ísafirði.  Þetta svæði þarf á allri þeirri styrkingu sem mögulegt er að veita þeim að halda.  Með góðum kveðjum, Sigríður Jósefsdóttir

Sigríður Jósefsdóttir, 23.2.2007 kl. 12:53

2 Smámynd: Katrín

Viðurkenni fávisku mína og spyr þann sem veit.  Hver er eiginlega ávinningurinn af þessum blessaða vegi'?  Ef ég man rétt liggja a.m.k. tveir vegir yfir á svipuðu slóðum en eru alltaf lokaðir á veturna. 

Katrín, 24.2.2007 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband