Náttúrugripasafnið í eigu og umsjá ríkisins í 60 ár ...

Hið íslenska náttúrufræðifélag (stofnað 1889) rak náttúrugripasafn á tímabilinu frá 1890 til 1947, en þá afhenti félagið ríkinu safnið að gjöf ásamt byggingarsjóði. Þetta stórmerka vísindasafn lá á þeim tíma undir skemmdum vegna húsnæðisvandræða. Félagið leitaði til ríkisstjórnarinnar eftir styrk til þess að bæta úr þessum vanda, en bauð safnið að gjöf að öðrum kosti, í trausti þess að vel yrði að því búið, og hefði þá ríkið allan veg og vanda af rekstri þess framvegis. Ríkisstjórnin tók síðari kostinn og hefur nú annast safnið af miklum myndarskap æ síðan, eða a.m.k þeim myndarskap sem flestir munu kannast við.

 

Í Morgunblaðinu fyrir réttum 60 árum, hinn 6. mars 1947, er greint frá þessum merku tímamótum í sögu safnsins og rætt við dr. Finn Guðmundsson náttúrufræðing (mynd: Tímarit.is).

 

Morgunblaðið 6. mars 1947

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Þú ert vonandi ekki hættur að blogga

erlahlyns.blogspot.com, 12.3.2007 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband