Sjálfstæðisflokkurinn og stelpurnar á ballinu

Tilvera okkar er undarlegt lóðarí. Um þessar mundir eru stjórnmálamenn um allar jarðir, alla fjölmiðla og alla bloggvefi að leita eftir hylli kjósenda. Samtímis er páfugladansinn í gangi á bak við tjöldin - viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir kosningar.

 

Nánast hvernig svo sem þessar kosningarnar fara verður formanni Sjálfstæðisflokksins fyrstum falið umboð til stjórnarmyndunar. Skiljanlegt er að forystumenn annarra flokka geri hosur sínar grænar til að komast með í ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn getur valið sér samstarfsflokk og velur þann sem býður best kjör á sjálfum sér.

 

Spurningin er bara sú hvort förunauturinn heim af ballinu verður aðeins einn eða hvort fleiri verða í takinu.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ómar söng fugladansinn á sínum tíma. Nú er lag að rifja hann upp.  Hefurðu tekið eftir hvað málefnaumræðan er hljóð um sig núna? Engin yfirgengilegheit og hanaslagur. Bara varphljóð í ní og ne.  Menn lýstu jú heilagri hneykslan yfir þjóðsöngsgríni Spaugstofumanna.  Þeir hafa greinilega ekki misst taktinn. Nú er þögnin fyrir orrustuna og þeir krjúpa sennilega á bæn í þokuloftinu eins og Kolbeinn karlinn Tumason forðum.  Heyr himnasmiður, hve skáldið biður; Komijúk til mín miskunin þín.

Það er kannski eins gott fyrir vinstriflokkana því þeir hafa eytt öllu sínu púðri í innbyrðis kosningabaráttu um sömu málefnin og klofnað og klónast eins og amöbur í drullupolli. Á meðan situr Sjálfstæðisflokkurinn þögull hjá á hliðarlínunni og glottir.  Sverðið reitt eins og nautabani fyrir náðarhöggið. 

Jón Steinar Ragnarsson, 26.3.2007 kl. 02:41

2 identicon

Það er allavega ljóst að í þeim könnunum sem hafa verið gerðar varðandi hvaða stjórnarsamstarf menn óska sér eftir kosningar, er skýr meirihluti, 55-60% að þeirri skoðun að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að halda áfram í ríkisstjórn.

Þessi niðurstaða kemur þegar maður leggur saman fylgi allra möguleika, sem eru:

XD-XS

XD-XV

XD-XB 

Gunnlaugur Snær Ólafsson (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 11:22

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Það er spurning hvort það verður sætasta stelpan?  Alla vega einhver sem gerir sama gagn! Ég er ekki viss um að ÓRG láti umboðið fyrst til Sjálfstæðidsflokksins.  Hann er svo pólotískur, sem er stór galli á forseta vorum. Gæti myndast gjá.............

Vilborg Traustadóttir, 26.3.2007 kl. 12:50

4 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Vilborg: Forseti vor ræðir við formenn stjórnmálaflokkanna strax að kosningum loknum. Ef formaður Sjálfstæðisflokksins getur tjáð honum að ekkert sé að vanbúnaði að mynda meirihlutastjórn, samkomulag þar að lútandi liggi þegar fyrir, þá getur forsetinn engu hnikað í þeim efnum.

Þú segir að það geri sama gagn hvort sem það verður sætasta stelpan eða ekki. Nokkuð til því. Í því sambandi minnist ég atviks sem Einar ríki í Vestmannaeyjum (afi varaformanns Samfylkingarinnar) segir frá í ævisögu sinni (Þórbergur skráði). Verkstjóri nokkur var að böðlast á fiskverkakonu nokkurri sérlega ófríðri uppi á fiskstæðu og lagði vasaklútinn sinn yfir ásjónu hennar meðan hann athafnaði sig.

Hlynur Þór Magnússon, 26.3.2007 kl. 13:01

5 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Vonandi bara að sætasta stelpan verði ekki glænepjulega klædd (Hlynur er sko nýbúinn að segja mér hvað þetta orð þýðir hehe)

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 26.3.2007 kl. 17:30

6 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Jónína Sólborg: Naumast verður kalt í bólinu hjá Sjálfstæðisflokknum. Í hæsta lagi kannski þörf á einum vasaklút - af fagurfræðilegum ástæðum ...

Hlynur Þór Magnússon, 26.3.2007 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband