Vont mál - hverjir biðjast afsökunar?

Satt að segja trúði ég því að Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra hefði misnotað Framkvæmdasjóð aldraðra. Mér fannst það afleitt fyrir hana en þó einkum fyrir Framsóknarflokkinn. Ég hef látið í ljós vanþóknun mína á framferði hennar, gott ef ekki kallað hana illan klafa á þeim ágæta manni Jóni Sigurðssyni.

 

Svona er að vera trúgjarn. Mér þykir þetta leitt. Ég hélt bara að þeir sem héldu þessu fram væru ábyrgir orða sinna.

 

Annar eins maður og Oliver Lodge / fer ekki með neina lygi, var eitt sinn sagt.

 

Mér er sagt að Samfylkingin hafi sett auglýsingu í Fréttablaðið í dag til að vekja athygli á misferli ráðherrans, sem síðan reynist ekki vera neitt misferli. Í ljósi þessarar reynslu veit ég ekki hvort ég á að trúa því. Ég sé aldrei Fréttablaðið og nenni ekki að lesa það á netinu.

 

Ég biðst afsökunar á trúgirni minni og ábyrgðarlausum kjafthætti í framhaldinu. Vona að aðrir geri það líka.

 
mbl.is Segja úthlutanir úr Framkvæmdasjóði aldraðra hafi verið samkvæmt lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

Ég tek ofan fyrir þér fyrir þennan pistil. Hins vegar er smekklaus athugasemdin #1 hér að ofan.

Hallur Magnússon, 26.3.2007 kl. 23:08

2 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Góður pistill, sýnir þann manndóm sem þú býrð yfir.

Kristbjörg Þórisdóttir, 27.3.2007 kl. 00:16

3 Smámynd: halkatla

ég hélt aftur af mér við að tala um þetta mál af því að ég er svo hrifin af Siv en annars trúði ég þessu alveg líka, ég bað þess bara að þetta væri ekki satt

Það er gott að vera trúgjarn, ef maður þorir að viðurkenna mistökin 

halkatla, 27.3.2007 kl. 00:37

4 identicon

Það er verið að rugla saman tveimur óskyldum málum. Annað er samstarfsverkefni LEB og heiilbrigðisráðuneytisins þar sem ágreiningur var um greiðslur.

Hitt stendur óhaggað að fé fór úr sjóðnum til ýmissa verka óskylt framkvæmdasjóðnum t.a.m 500.000 í styrk til Utanríkisráðuneytisins, Óperukórinn ,Tónaljóð , UMFÍ og fl og fl. Það stendur allt óhaggað og Sif á eftir að svara fyrir það.

Svona aumur hvítþvottur dugar bara alls ekki.

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 09:28

5 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Nú er ljóst að úthlutanirnar voru löglegar. Þeir sem héldu öðru fram hafa beðist afsökunar og eru meiri menn fyrir vikið.

 En hvað með hina "löglegu" ráðstöfun fjármunanna, var hún eins og best verður á kosið? Ég spyr mig enn að því, og tel að Siv sé ekki hafin yfir gagnrýni varðandi ráðstöfun þessara fjármuna, þó það hafi verið allt of langt gengið að saka hana um lögbrot.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 27.3.2007 kl. 10:47

6 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Ekki treysti ég mér til að fjalla neitt frekar um Framkvæmdasjóð aldraðra og afskipti heilbrigðisráðherra af málefnum hans að sinni! Ég veit bara að sjálfur hef ég í fullkominni fávisku notað óviðurkvæmileg orð um Siv Friðleifsdóttur og fellt um hana sleggjudóma. Ég skammast mín fyrir það. Ég ætti að vera nógu gamall og reyndur til að segja minna og hugsa meira. En svona er nú þetta.

Hlynur Þór Magnússon, 27.3.2007 kl. 10:59

7 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Jú jú á blaðsíðu 11 í Fréttablaðinu 26. mars er einmitt að finna auglýsingu frá Samfylkingunni þar sem hneykslast er á framferði ráðherra. Undir auglýsinguna skrifa Guðmundur Steingrímsson og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir.  

Maður myndi nú ætla að þau tvö kæmu fljótlega fram og bæðust afsökunar ekki satt? Fyrir utan forystu Samfylkingarinnar sem ber að sjálfsögðu ábyrgð á auglýsingaherferð sinni fyrir kosningarnar. 

Bíð spenntur eftir þessum afsökunum frá þeim 

Guðmundur H. Bragason, 27.3.2007 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband