Fagnaðarfundir þessa heims og annars

Hundurinn Dexter fagnar mér líkt og fótboltamaður marki þegar ég kem heim. Þvílík læti! Þvílíkur fögnuður! Munurinn er sá, að enginn fékk á sig mark og þess vegna er enginn vonsvikinn. Kötturinn Helga Guðrún Geirdal gleðst líka en á langtum hófsamari hátt. Eitthvað svipað og þegar forsetinn rís úr sæti og klappar fyrir marki í landsleik.

 

Ég má til að vekja athygli á ljósmyndabloggi sem ég rakst á núna áðan. Aldeilis frábærar myndir! Ekki þekki ég höfundinn, sem heitir Halldór Sigurðsson. Þarna getur m.a. að líta mynd af kirkjustaðnum forna og nýja Mosfelli í Mosfellssveit. Í garðinum á Mosfelli höfum við heima verið jörðuð í marga mannsaldra. Þar verða líka fagnaðarfundir öðru hverju.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Og svo það sé á hreinu nefndi ég Dexter eftir vísindamanninum unga sem birtist reglulega í barnasjónvarpinu, en ekki sálarlausa morðingjanum sem nýverið voru gerðir þættir um. 

erlahlyns.blogspot.com, 1.4.2007 kl. 16:34

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

stórgóðar myndir, takk fyrir ábendinguna  http://www.flickr.com/photos/elements  ef þú hefur gaman af myndum þá langar mig að benda þér á þessa slóð, þetta eru myndir sem dóttir mín (áhugaljósm) hefur tekið hér heima og í London

Ásdís Sigurðardóttir, 1.4.2007 kl. 16:44

3 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Bestu þakkir, Ásdís!

Hlynur Þór Magnússon, 1.4.2007 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband