Ný samkeppni: Ljótasta orð íslenskrar tungu

Fjarskyld frænka mín af Djúpadalsætt í Austur-Barðastrandarsýslu, Anna Ólafsdóttir Björnsson, stendur hér á Moggabloggi fyrir vali á fegursta orði íslenskrar tungu. Í viðtali í fréttum Sjónvarpsins í gærkvöldi kvaðst hún aðspurð ekki hyggjast leita að ljótasta orðinu. Sagði að það gæti einhver annar gert.

 

Hér með efni ég til samkeppni um ljótasta orð íslenskrar tungu. Tek fram, að þetta er alls ekki gert í neinu óvirðingarskyni við þann skemmtilega leik sem Anna fitjaði upp á, heldur einfaldlega í eðlilegu framhaldi af honum.

 

Tilnefningar óskast hér í athugasemdadálkinum. Framhaldið verður síðan væntanlega nokkuð í svipuðum dúr og hjá Önnu ...

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kraðak...eða Kaðrak er óþjált og ljótt. Tæknir fær prik fyrir tildurbrag.   Yrðlingur afar óþjált. Álitsgjafi svo innnilega tilgangslaust. rasssæri er ofstafað einhvernveginn eins og illlyndur.  Úff...láttu mig ekki byrja.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.7.2007 kl. 04:52

2 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Jón Steinar og Árni: Ef framhaldið verður eitthvað í líkingu við upphafið hjá ykkur, þá líst mér afskaplega vel á þetta ...

Hlynur Þór Magnússon, 20.7.2007 kl. 05:03

3 Smámynd: Davíð Geirsson

Ég heyrði einhverntíma í útvarpinu augýsta slabbdregla og það með því versta sem ég hef heyrt.

Davíð Geirsson, 20.7.2007 kl. 07:25

4 identicon

Ég legg til orðið „firðtal“. Ótrúlega óþjált og asnalegt og er að því er ég best veit eingöngu notað í lagagrein sem bannar mönnum að segja frá því hvar skip Landhelgisgæslunnar eru stödd hverju sinni. Það eitt og sér finnst mér koma því ofarlega á verðlaunapall.

Hálfdán Bjarki (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 09:15

5 identicon

Þrjár tilnefningar: Vélindabakflæði, kjölfestufjárfestir og afgjaldskvaðarverðmæti.

Haraldur Hansson (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 09:18

6 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Tíkargjóla er skemmtilega gildishlaðið af ljótleika; æla sömuleiðis; mussa er einnig allt annað en fallegt ...

Jón Agnar Ólason, 20.7.2007 kl. 11:00

7 Smámynd: Karl V. Matthíasson

Það er greinilegt að keppnin um ljótasta orðið er hafin. Nú verður þú bara að klára dæmið Hlynur minn.

Kalli Matt

ps. Mér finnst orðið Hlynur alveg einstaklega fallegt og það fer þér vel góði vin.

K.

Karl V. Matthíasson, 20.7.2007 kl. 12:17

8 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Mér finnst engin orð sem slík ljót, en þegar þau eru notu á rangan hátt finnast mér þau slæm  Sem dæmi ætla ég að nefna að eitthvað sér ógeðlega fallegt! ógeðslega gott og þ.h.  

Ester Sveinbjarnardóttir, 20.7.2007 kl. 13:05

9 Smámynd: Sólrún Þórunn D Guðjónsdóttir

Skuldir!  Fer alltaf um mig hrollur thegar eg heyri thad, aetti bara ad banna skuldir hihihi

Sólrún Þórunn D Guðjónsdóttir, 20.7.2007 kl. 14:00

10 identicon

Ég held að ég verði að stinga uppá orðinu blogg ....  með eindæmum ljótt. 

Snjólaug Ó (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 14:26

11 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Útsýni.  Það orð þýðir sýnishorn af því sem er úti, en ekki sýnin út, sem væri útsýn.

Sama á við um víðsýni.

Næst segja menn að fólk með fallega sýn á lífinu hafi fagurt lífssýni. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 20.7.2007 kl. 15:00

12 Smámynd: Ásdís Ásgeirsdóttir

Legslímuflakk! Þetta er hræðilega ljótt orð! Og gatan Mururimi! Hver fann upp á því.

Ásdís Ásgeirsdóttir, 20.7.2007 kl. 15:00

13 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Óásættanlegt. Samt er alltaf verið að nota þetta orðskrípi. Það er með öllu óásættanlegt!

Sigurður Þór Guðjónsson, 20.7.2007 kl. 15:25

14 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Af nógu er að taka, íslenskan er ótrúlega myndrænt tungumál. T.d. lýsingar fólks á samferðamönnum sínum, svo sem - afturkreistingur - , - hortittur - og - afturbatapíka...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 20.7.2007 kl. 15:55

15 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

 gubb. hortittur. legremburotta. fábjáni, roðahreistur

Mér dettur nú ekkert meira  í hug í bili ... en það væri líka sniðugt að finna ljótasta götuheitið, ég heyrði einu sinni konu segja að hún gæti ekki hugsað sér að búa við Flyðrugranda. Það var nú líka þannig að sú gata átti að vera iðnaðarsvæði, annars hefði hún heitið Rósamuri eða Lindarsmári eða Fagrihvammur eða eitthvað í þá áttina eins og íbúðagötur heita oft. Reyndar finnst mér Fjallkonufold soldið skrýtið götunafn.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 20.7.2007 kl. 16:02

16 identicon

Fyrir nokkrum misserum rakst ég á orð í Flugorðasafninu, sem gefið er út af íslenskri málnefnd, sem er mér minnisstætt fyrir ljótleika. Það er orðið ÁRIÐILL sem er þýðing á enska orðinu invertor, en það er tæki til að breyta jafnstraumi í riðstraum. Mér finnst rétt að það komi fram að ég hef aldrei nokkurntímann heyrt nokkrun mann nota þetta ógeðfellda orð.

Íris (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 16:22

17 Smámynd: B Ewing

Páka fær mitt atkvæði.  Mér finnst það orð gefa kolranga mynd af annars glæsilegu hljóðfæri.

B Ewing, 20.7.2007 kl. 16:50

18 identicon

Áriðill er andstæða afriðils, og sem slíkt eðlilegt orð. (-að mínu mati. Tækniþætti lýkur)

Orðið "slembiúrtak" er , held ég meðal alverstu orða tungunnar. Þá má líka nefna orðið "höfuðfeðgurinn" , sem ég er ekki einu sinni viss um að sér til í tungunni, en var notað af Reyni Traustasyni í blaðagrein um veldi Kristjáns Guðmundssonar og sona í útgerð á Rifi og víðar.

Gunnar Th. (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 17:12

19 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Landsbyggð virðist hafa mjög neikvæða þýðingu í íslensku máli og verður því að teljast "ljótt" orð.

Þorleifur Ágústsson, 20.7.2007 kl. 19:26

20 identicon

Halldór Laxness sagði að drulla væri ljótasta orðið í íslensku og ég er sammála honum um það.

"Drullaðu þér í burtu!" "Ertu búinn að drulla í brækurnar?!" "Drullugur á rassgatinu." "Mér er drullusama!" "Þú ert nú meiri drullusokkurinn!" "Drulluháleistur!" "Helvítis drullumallarinn þinn!"

Það getur enginn toppað þetta, þannig að Laxness hlýtur að vera sigurvegari þessarar keppni.

Boðberi illra tíðinda (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 20:31

21 identicon

Held ég verði að ég verði að klína mínu atkvæði á Þúsöld. Innilega ósammála þessu með drullu, sem mér finnst drullugott orð og frábært í brúki.

Rykki (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 20:59

22 Smámynd: Kolgrima

Framþróun er andstyggðar orðskrípi! Að breyta þróun í framþróun er ekki málþróun heldur afturþróun?

Framþróun og drulla fá mitt atkvæði  Og höfuðfeðgurinn, afriðill, þúsöld - má velja mörg orð?

Kolgrima, 20.7.2007 kl. 21:04

23 identicon

Er fólk nokkuð búið að gleyma Davíð Oddssyni strax? Afturhaldskommatittsflokkur er hroðalega ljótt orð burtséð frá allri pólitískri sannfæringu.

Andrés Böðvarsson (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 21:38

24 identicon

Mér finnst engin orð beinlínis ljót, en mismunandi ritháttur getur mér fundist misfallegur. Mér finnst bleyja miklu fallegri en bleia. En það var enginn að spyrja um það. Ok, bleia finnst mér ljótt orð......og raðmorðingi, það er nú ekki fallegt orð.

Kristbjörg Clausen (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 21:46

25 Smámynd: Kolgrima

Lýðheilsa er hrikalega ljótt og lýðheilsustofnun...

Kolgrima, 20.7.2007 kl. 21:49

26 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Framspýtingur........ rogginn maður með bumbu! Nei annars afturkreistingur, skítyxnaþambi, hor, barnaníðingur, náriðill, raðmorðingi, ellilífeyrisþegi, öryrki, (hvað er hann að yrkja?) búkur, stjórnmálamaður, gorgeir, niðurgangur, njálgur, fílapensill, kolefnisjöfnuður, líkamsvessar, kjölturakki, vergjörn, neytendasamtökin (nei við öllu?),  skrúðganga, féhirðir (baunateljari), neysluvísitala, hjú, búalið, raggeit.

Þetta eru fyrstu tillögur en persónulega finnst mér búkur, líkamsvessar og féhirðir verst! 

Ævar Rafn Kjartansson, 20.7.2007 kl. 22:47

27 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Æi já Framsóknarflokkurinn fær líka atkvæði hjá mér! og líkþorn!

Ævar Rafn Kjartansson, 20.7.2007 kl. 22:48

28 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég neita því að Framsóknarflokkurinn sé ljótt orð, hugtakið er fallegt og ekki orðinu sjálfu að kenna hvenig farið er með það. 

En Salvör,  legremburotta, það er ljótt orð yfir legið sem við konur berum börnin okkar í

Ég ætla að gefa því ljóta orði mitt atkvæði.  Vonandi fá ég einhverja skíringu á þessu orði.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 20.7.2007 kl. 23:00

29 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Afsakið, skýringu átti það að vera

Ingibjörg Friðriksdóttir, 20.7.2007 kl. 23:01

30 identicon

Mér finnst orðið KARLREMBA ljótast. Sé fyrir mér feitan rauðan karl með útstæð augu og hann rembist svo mikið að hann prumpar alltaf þegar hann hreyfir sig.

Órækja (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 23:29

31 Smámynd: Sigríður Hrönn Elíasdóttir

Er sammála því að Þúsöld sé orðskrípi og það er mér mjög minnisstætt enn þann dag í dag þegar ég heyrði það fyrst, ég ætlaði ekki að trúa því að nota ætti það yfir nýja íbúðabyggð. Ég hugsaði alltaf um þetta samsetta orð (þús + öld) á stærðfræðilegan hátt þ.e. 1.000 x 100 ár og gat ómögulega verið sammála þeim útskýringum sem fylgdu þessu nýyrði (Þetta er nýyrði er það ekki?) sem voru að það ætti að tákna eitt þúsund ár.

Sigríður Hrönn Elíasdóttir, 20.7.2007 kl. 23:37

32 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Ahemm, eða þannig. Mér sýnist hér vera að safnast saman hráefni í ljótasta ljóð íslenskrar tungu ...

Hlynur Þór Magnússon, 20.7.2007 kl. 23:50

33 identicon

Fylgikona!!! fær mitt atkvæði.

Amma mín sáluga eignaðist 5 börn með honum afa mínum sáluga, en var ekki gift honum!  Í gömlum ritum/skýrslum var hún kölluð "fylgikona" hans!  Bara svona nokkurskonar fylgihlutur eins og t.d. krókur á bíl!!!  Mjög niðurlægjandi túlkun á sambandi karls og konu! 

kv. Sigrún Jónsdóttir 

Sigrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 21.7.2007 kl. 01:35

34 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Slímhimnuflakk er einkar ógeðfellt orð.  Ekki bara orðið heldur sjúkdómurnn sem það lýsir eftir því sem lýst hefur verið fyrir mér.  Sársaukafullur og "slímugur". Þúsöld er líka afar óspennandi, sammála því.  Á  bróðir sem býr í Þúsaldarhverfinu! Heimsæki hann reyndar sjaldan.................

Vilborg Traustadóttir, 21.7.2007 kl. 01:51

35 Smámynd: Solla Guðjóns

Hér eru mörg ljót og skemmtileg orð.........NÁRIÐILL finnst mér ljótasta orð sem ég hef heyrt og einnig orðið KUNTA

Solla Guðjóns, 21.7.2007 kl. 02:14

36 Smámynd: Karl Tómasson

Felskja er bæði fallegasta, nýjasta og ljótasta orð Íslenskrar tungu.

Ertu ekki sammála því gamli Mosfellingur. Ég er stoltur af því.

Með bestu kveðju frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 21.7.2007 kl. 02:20

37 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gamla ökukennslubókin var líka full af orðskrípum yfir hluti, sem áttu sér mikið eðlilegri nöfn í daglegu tali. Togleðurshólkur var eitt (hjólbarði) Tengifetll (kúplíng) Aurhlíf (bretti) það var margt fleira þar, sem ég man ekki í svip og fær sú bók held ég verðlaun fyrir orðskrípi. Ristruflanir er einig afar klént og ljótt.

Best heppnaða nýyrðið finnst mér alltaf Þota sem Högni Torfason ritstjóri og fræimaður á Ísafirði er skrifaður fyrir.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.7.2007 kl. 03:58

38 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sem minnir á að Högni skrifaði einhverju sinni lærða grein um Kampalampa og kampalampaveiðar, sem er jú í raun bara rækja, sem flokkaðist í litla og stóra kampalampa. Afar einkennilegt orð þó kanski sé það ekki ljótt. Ókunnugir myndu þó sjá fyrir sér Lampa sem væri eins og braggi í laginu eða eitthvað álíka.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.7.2007 kl. 04:01

39 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Styð orðið Þúsöld, sem arfavitlaust og ljótt skrípi. Þótt það væri stærðfræðilega rétt, þá er það enn slæmt þ.e. Tugöld.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.7.2007 kl. 04:17

40 identicon

Legg til orðið framkvæmd.

(alltaf farið í taugarnar á mér)

Guðrún (IP-tala skráð) 21.7.2007 kl. 11:43

41 Smámynd: Katrín

Mótvægisaðgerðir - afar ljótt orð og ofnotað. Einnig aðgerðaráætlun og hagræðing. Annað hikorð sem einnig er ofnotað og svokallaður hotirttur er sko ( ja hédna sko).

Og meðan ég man: einstætt foreldri - algert orðskrípi 

Katrín, 21.7.2007 kl. 13:07

42 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Orðið klúryrði og ljót orð sem falla undir þann flokk finnast mér ljót.  Einnig Spöng sem nafn á verslunarkjarna.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.7.2007 kl. 15:10

43 identicon

Akkúrat fær mitt atkvæði.  Finnst það einstaklega ljótt orðskrípi.

Oddur Jónsson (IP-tala skráð) 21.7.2007 kl. 16:35

44 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Felskja, nr. 45. Hvur andskotinn er það?

Hlynur Þór Magnússon, 21.7.2007 kl. 22:10

45 Smámynd: Magnús Jónsson

Samlegðaráhrif

kveðja Magnús

Magnús Jónsson, 22.7.2007 kl. 00:23

46 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Framsóknarflokkurinn og líkþorn vekja álíka hugrenningar hjá mér....get samt ekki ákveðið er ljótara.

Georg P Sveinbjörnsson, 22.7.2007 kl. 02:25

47 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Samlegðaráhrif (61): Er það eitthvert stofnanamálfar fyrir það sem kallað hefur verið þungun?

Hlynur Þór Magnússon, 22.7.2007 kl. 09:04

48 identicon

Öll þau orð sem innihalda orðið stofa fara endalaust í taugarnar á mér.. samanber Neytendastofa og Umhverfisstofa en það sem trompar allt ljótt er orð sem er að tröllríða öllu og það er erlenda tökuorðið "konsept" Notendur þessa orðs eru nánast réttdræpir í mínum huga. 

kv Erla  

erlaBjörg (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 11:38

49 identicon

Nokkrar tillögur: Orsakavaldur og áhrifavaldur (enda valdur alveg nóg eitt og sér) þátttakandi (orð með þremur t-um í röð) og ristruflanir (ef það er lesið ristru-flanir þá hljómar það eins og veðurlýsing).

DÞ (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 13:02

50 identicon

Tek undir með Sigurði Þór, óásættanlegt er furðanlega ljótt orð og á nákvæmlega ekkert erindi inn í málið. Annað sem heyrst hefur í auglýsingatímum í þurrkatíðinni undanfarið er sprinklerar, nokkurn vegin jafn aumlegt og að tala um læknira.

Annars takk fyrir skemmtilegan leik. 

Björn Guðbrandur Jónsson (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband