Menningin og markaðslögmálin

Gaman væri að vita hvort nokkur vildi gefa út bækurnar um Harry Potter ef þær væru boðnar með sambærilegum hætti. Einhvern veginn efast ég um það. Hvað þá Biblíuna.

 

En ef rithöfundurinn Joanne K. Rowling kæmi nú með handrit að Biblíunni til forleggjara, eða Símaskránni, þá myndi hann gleypa við því á stundinni.

 

Svona er nú það.

 
mbl.is Breskir útgefendur sáu ekki í gegnum hrokafullan ritstuld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, það er líka frægt hér á skerinu þegar tveir strákar settu saman ljóðabók á einni kvöldstund og létu helstu menningarvita þjóðarinnar segja álit sitt á henni. Mig minnir að annar strákanna hafi verið skáldið Geirlaugur Magnússon og að hinn sé þekktur heyrnar og talmeinafræðingur, en kannski misminnir mig um þetta. En eitt snillarlegt kvæði úr þessari ljóðabók kann ég ennþá. Það er svona:

Þetta eru ekki góðar tvíbökur.

Sæmundur Bjarnason, 19.7.2007 kl. 16:48

2 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Þú átt við Þokur frá árinu 1963, ef ég man rétt. Hins vegar man ég með engu móti hverjir félagarnir tveir voru, held hins vegar að Geirlaugur hafi ekki verið þarna að verki. Hann varð síðar eitt af kunnustu ljóðskáldum okkar og dó fyrir fáum árum. Við Geirlaugur vorum skólabræður og samstúdentar frá MR vorið 1966. Störfuðum síðar báðir lengi við menntaskólakennslu og vorum ágætir kunningjar fram til þess síðasta.

Hlynur Þór Magnússon, 19.7.2007 kl. 16:57

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, Þokur hét hún og ártalið er vafalaust rétt. Það var Vikan sem stóð að þessari uppákomu og bókin var gefin út undir dulnefni.

Einhvers staðar held ég að það  hafi komið fram (líklega í Vikunni) hverjir þessir 2 strákar voru.

Annars ætti að vera hægt að Gúgla þetta, því áreiðanlega hefur oft verið fjallað um þetta áður.

Sæmundur Bjarnason, 19.7.2007 kl. 19:44

4 Smámynd: Nanna Rögnvaldardóttir

Jón Kári. Eða Jakob Þ. Möller og Gylfi Baldursson.

 Annars hefur það áður gerst að einhver hafi skrifað upp hluta af þekktri skáldsögu og sent á fjölda forlaga með svipuðum viðbrögðum. Man ekki hvaða höfundur/ar - jafnvel Jane Austen. Eða er þetta kannski bara uppvakning á gamalli sögu? Það eru allavega mörg ár síðan ég las fyrst um þetta.

Svo var náttúrlega blessunin hún Enid Blyton, sem var svo illa haldin af Alzheimer eða einhverri annarri heilabilun undir það síðasta að hún skrifaði sínar eigin bækur orðrétt upp og skilaði inn til útgefanda síns. Ég er mest hissa á að hann skyldi átta sig á því, bækurnar hennar eru nú ekki það ólíkar hver annarri.

Nanna Rögnvaldardóttir, 19.7.2007 kl. 20:40

5 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Klukkaði þig minn kæri.  Keyrði um Dalina í dag.  Er það þörugaverksmiðjan sem sést svona vel út með firði?

Vilborg Traustadóttir, 19.7.2007 kl. 22:14

6 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Skil ekki hvers vegna ég mundi ekki eftir Gylfa Baldurssyni tónlistarsöguséníi og tónlistarséníapabba! Já, Þörungaverksmiðjan - vistvænasta iðjuver í heimi - sést langt að. Áttu kannski leið um Reykhólasveitina í framhaldi af Dalareisunni? Hafðu þá samband ...

Hlynur Þór Magnússon, 20.7.2007 kl. 04:38

7 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Takk fyrir það.  Læt örugglega vita af mér ef ég kem á svæðið.  Það var svo fallegt að keyra í gær og sást vel út með Breiðafirðinum.  Var á leið af Ströndum um Tröllatunguheiði.  Þörungaverksmiðjan er skemmtilegt kennileiti og staðsetur Reykhólasveitina langt að.

Vilborg Traustadóttir, 20.7.2007 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband