Ljósmynd af ljósmyndara á Moggabloggi

Jonsbud 24.07.07Kjartan Pétur Sigurðsson ljósmyndari og bloggari á Moggabloggi lenti hér á Reykhólum í kvöld og tók bensín í Jónsbúð. Ég leyfði mér að taka ljósmynd af ljósmyndaranum þegar hann fékk einhvern stimplunarpassa eða hvað það nú er hjá Jóni kaupmanni. Kjartan flýgur á fisi og var að koma frá Ísafirði á leið suður.

 

Þeir voru sex félagarnir á sex flugvélum sem lentu hér núna í kvöld - eða fimm flugvélum og einu fisi - en fjórir þeirra komu hér við á leiðinni vestur fyrir hádegið í dag. Hópurinn var í sunnudagsbíltúr (eða þannig) á þriðjudegi og skrapp til Ísafjarðar að fá sér að borða hjá meistarakokknum Magnúsi Haukssyni í Tjöruhúsinu í Neðstakaupstað. Þeir urðu ekki fyrir vonbrigðum með rauðsprettuna hjá Magga og Rönku sögðu þeir. Kannski hefur sjálfur Halldór Hermannsson skötufræðingur og Rönkupabbi verið að hjálpa tengdasyninum í kokkeríinu. Magnús er samt alveg sjálfbjarga á þeim vettvangi og rúmlega það hefur mér fundist.

 

Jonsbud 24.07.07 - 2Meira á bb.is á morgun. Ég vona að Kjartan hafi ekki tekið myndir af mér. Til vara að þær verði ekki birtar.

 

> bb.is 24.07.07 Á leið í hádegismat á Ísafirði

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Maggi og Ránka skólasystir mín eru gúrme kokkar á heimsvísu.  Það er í eina skiptið, sem mér hefur fundist að ég fengi ekki að borga nóg fyrir matinn, þegar ég borða hjá þeim. Vona að þau lesi þetta.  Verðlagið er til háborinnar skammar hjá þeim. Þá meina ég allt allt of lágt.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.7.2007 kl. 23:11

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sæll Hlynur og takk fyrir síðast,

Þessi ferð okkar um Vestfirðina í gær var hreint út sagt æði í alla staði.

Ferðin byrjaði nú ekki vel og spáin fyrir svæðið leit ekki vel út fyrir flug.

Nóttina fyrir ferðina þá var ákveðið að taka norðurstrandirnar í stað þess að byrja á Barðaströndinni.

En sterkur vindur með skýjum var samkvæmt spá að koma yfir Strandirnar að norðan verðu.

Stefna var tekin á Hólmavík og leit flugið ekki vel út um kl. 8 þegar við ætluðum að reyna að komast yfir Holtavörðuheiðina.

Ég náði að fljúga á mótordreka TF-133 (fis með þyngdartilfærslu) "On Top" yfir skýjum og fannst ég sjá fjöll á Norðurströndunum. En svo reyndist ekki vera og fann ég að lokum gat niður rétt norðan við Búðardal.

Fór þar niður og flaug í átt að Saurbæ í Dölum og þá sá ég að fjöllin á Barðaströndinni voru öll auð. Flaug á Króksfjarðarnes og lenti þar og tók bensín og lét hina vita hvaða leið væri fær leið norður.

Fljótlega komu Jónas og Árni á sínu fisi (3ja ása fis) og lentu líka á veginum við Króksfjarðarnes og var dyttað af ýmsu á meðan beðið var eftir restinni sem voru 4 önnur fis sem biðu á flugvellinum á Stóra Kroppi og síðan á Stykkishólmi. Og komu svo að lokum á Reykhóla og síðan beint flug á Ísafjörð.

Á meðan flugum við Árni, Jónas og ég á Flateyri þar sem Árni átti pantað 10 kg af harðfisk á Vestfirska vísu. Þaðan héldum við svo út fjörðinn yfir Súgandafjörð, Bolungarvík, Hnífsdal og lentum á Ísafirði þar sem Egill Hjartar svifdrekaflugmaður m.m. tók á móti okkur og skutlaði okkur í rauðsprettu á veitingastaðnum Tjöruhúsið í Neðstakaupstað.

Stuttu seinna komu svo hin 4 fisin líka og hópurinn sameinaðist.

Það gerðist margt í þessari ferð sem gaman er að segja frá. Lengri ferðasaga kemur svo seinna á moggablogginu ásamt myndum sem verið er að vinna í þessa stundina :)

Kjartan

p.s. fis er flygildi sem er að hámarki 450 kg.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 25.7.2007 kl. 10:28

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Aðeins að blanda mér í þetta. Var á Ísafirði fyrir viku og borðaði í Tjöruhúsinu, það var hrein upplifun að koma þangað, ekki bara vegna matarins heldur líka húsins sem er frá kringum 1780. Maturinn var æði og sætaskipan bíður upp á að kynnast fólki sem er skemmtileg viðbót á ferðalag. Ég kynntist tvennum hjónum frá Vestmanneyjum.

Edda Agnarsdóttir, 25.7.2007 kl. 10:49

4 identicon

Þetta var frábær ferð.  Maður kemst að því að lífið á landsbyggðinni er með allt öðrum hraða en í borginni.  Allir tilbúnir að aðstoða og leiðbeina.  Takk fyrr matarsódann, slöngubúta, kaffi, verkjatöflur akstur á Tjöruhúsið o.fl o.fl.

Að sjá Vestfirðina úr lofti í góðu veðri er engu líkt.  Látrabjargið er ótrúlegt og ekki síður allir selirnir á Rauðasandi sem litu út eins og hornsíli, þeir voru svo margir á sundi í ósnum.

Jonas Sverrisson (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 14:07

5 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sæll aftur,

Hér koma svo linkar úr ferðinni frá því í gær á Vestfirðina.

Með bestu kveðju Kjartan

Borgarnes http://www.photo.is/07/07/4/

Hvítá http://www.photo.is/07/07/4/

Bifröst, Grábrók, Holtavörðuheiði http://www.photo.is/07/07/4/index_2.html

Króksfjarðarnes http://www.photo.is/07/07/4/index_3.html

Reykhólasveit http://www.photo.is/07/07/4/index_4.html

Reykhólar http://www.photo.is/07/07/4/index_5.html

Þorskafjörður, Djúpifjörður, Gufufjörður http://www.photo.is/07/07/4/index_5.html

Ísafjarðardjúp, Hestur http://www.photo.is/07/07/4/index_6.html

Flateyri http://www.photo.is/07/07/4/index_8.html

Suðureyri http://www.photo.is/07/07/4/index_11.html

Súgandafjörður http://www.photo.is/07/07/4/index_11.html

Bolafjall Radarstöð http://www.photo.is/07/07/4/index_12.html

Bolungarvík http://www.photo.is/07/07/4/index_13.html

Óshlíð http://www.photo.is/07/07/4/index_13.html

Hnífsdalur http://www.photo.is/07/07/4/index_14.html

Ísafjörður http://www.photo.is/07/07/4/index_14.html

Ísafjarðarflugvöllur http://www.photo.is/07/07/4/index_15.html

Safnið og Tjöruhúsið Neðstakaupstað http://www.photo.is/07/07/4/index_16.html

Flottir vindlar frá Tjöruhúsinu og Rauðspretta http://www.photo.is/07/07/4/index_17.html

Súðavík http://www.photo.is/07/07/4/index_18.html

Álftafjörður http://www.photo.is/07/07/4/index_19.html

Vigur http://www.photo.is/07/07/4/index_20.html

Seyðisfjörður http://www.photo.is/07/07/4/index_20.html

Hestur http://www.photo.is/07/07/4/index_20.html

Hestfjörður http://www.photo.is/07/07/4/index_20.html

Dýrafjörður http://www.photo.is/07/07/4/index_20.html

Dynjandi http://www.photo.is/07/07/4/index_20.html

Bíldudalur http://www.photo.is/07/07/4/index_22.html

Tálknafjörður http://www.photo.is/07/07/4/index_22.html

Patreksfjörður http://www.photo.is/07/07/4/index_23.html

Örlygshöfn http://www.photo.is/07/07/4/index_24.html

Breiðavík http://www.photo.is/07/07/4/index_26.html

Látrabjarg http://www.photo.is/07/07/4/index_26.html

Rauðisandur http://www.photo.is/07/07/4/index_27.html

Stórbóndi á Rauðasandi http://www.photo.is/07/07/4/index_28.html

Selir á Rauðasandi http://www.photo.is/07/07/4/index_29.html

Stálfjall http://www.photo.is/07/07/4/index_31.html

Reiðskörð, Rauðdalsskörð http://www.photo.is/07/07/4/index_33.html

Reykhólar http://www.photo.is/07/07/4/index_35.html

Hlynur Þór Magnússon og Jón kaupmaður í Jónsbúð http://www.photo.is/07/07/4/pages/kps07071397.html

Einnig má sjá myndir af Barðaströndinni hér þar sem flogið var Í Flókalund með varahluti um miðja nótt:

Reykhólar http://www.photo.is/123/index_2.html

Berufjörður http://www.photo.is/123/pages/kps0604%20557.html

Miðhús http://www.photo.is/123/pages/kps0604%20555.html

Fellsströnd http://www.photo.is/snae/index_27.html

Staðarfell SÁÁ http://www.photo.is/sveit/pages/KPS03946.html

Staðarhólskirkja http://www.photo.is/sveit/pages/KPS03963.html

Gilsfjörður http://www.photo.is/123/pages/kps0604%20618.html

Króksfjarðarnes http://www.photo.is/123/pages/kps0604%20614.html

Tindar http://www.photo.is/123/pages/kps0604%20607.html + http://www.photo.is/123/pages/kps0604%20606.html

Borgarland Borg http://www.photo.is/123/pages/kps0604%20579.html + http://www.photo.is/123/pages/kps0604%20587.html

Hríshóll Klukkufell http://www.photo.is/123/pages/kps0604%20580.html + http://www.photo.is/123/pages/kps0604%20583.html

Flóabáturinn Baldur http://www.photo.is/06/09/3/index_9.html

Gert að gæs á Rauðasandi http://www.photo.is/06/09/3/index_7.html

Hnjóti í Örlygshöfn http://www.photo.is/06/09/3/index_5.html

Breiðavík, Keflavík, Látrabjarg http://www.photo.is/06/09/3/index_3.html

Gæsaveiðiferð Vestfirðir 20 gæsir og 1 refur http://www.photo.is/06/09/3/

Kjartan Pétur Sigurðsson, 25.7.2007 kl. 15:51

6 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Fréttin af þessu er komin inn á bb.is - Fisvélaferðin um Vestfirði var engu lík

Hlynur Þór Magnússon, 25.7.2007 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband