Góðvinum Mogga og íhalds hampað?

Rakst á skemmtilega „samsæriskenningu“ hér á Moggabloggi. Þar segir m.a.: „Ég fór að skoða þessar bloggfærslur af Moggabloggi sem birtust á vefMogga og varð fljótt ljóst að þar komu saman sérstakir góðvinir Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokksins. Að vísu brá fyrir stöku aðila sem ekki var í flokknum eins og Birni Inga og Guðmundi Steingrímssyni en munurinn á þeim og íhaldinu er næfurþunnur ... Ég fæ á tilfinninguna að Morgunblaðið sé með birtingu Moggabloggs að byggja upp hægrisinnað kerfisblogg sem andstöðu við grasrótina sem einkennt hefur bloggheiminn öðru fremur. Allavega fæ ég lítið út úr Moggabloggi þar sem sem Heimdellingarnir og aðrir íhaldsmenn eru að skrifa sama pistilinn með lítt breyttu orðalagi. Það er ljóst að Mogginn hefur ákveðið að vinna með sínum bloggurum og reyna þannig að vinna blogglesendur á sitt band út frá gömlu reglunni: „If you can´t beat them, join them.“

 

Svo mörg voru þau orð. Ég skrifaði dálitlar athugasemdir við þessa færslu og leyfi mér að birta þær hér líka:

 

Ekki er ég nú sannfærður um að kenningin sem hér kemur fram sé rétt! Ég hef þá trú, að hér sé Mogginn einfaldlega með viðskipti en ekki pólitík að leiðarljósi - að þetta sé einn liðurinn í baráttunni um vinsældir og heimsóknir og þá fyrst og fremst við vefinn visir.is.

 

Átta „valin blogg“ birtast með áberandi hætti á bloggsíðu Moggans hverju sinni, þar af tvö á aðalforsíðu mbl.is. Þarna er ljóslega um að ræða nokkru stærri hóp bloggara sem róterast jafnt og þétt. Ekki get ég séð að þarna séu fyrst og fremst „sérstakir góðvinir Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokksins“, þó að þeir séu þarna líka. Mér virðist þetta vera talsvert þverpólitísk blanda af bloggurum, fyrst og fremst mjög vel ritfæru fólki.

 

Þegar ég leit inn á bloggvefinn skömmu eftir að þú skrifaðir þessa færslu, þá voru þrír af átta „völdum“ bloggurum þessir: Árni Þór Sigurðsson, Hrafn Jökulsson og Sigurjón M. Egilsson. Varla eru þetta miklir vinir Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokksins! Af hinum fimm vissi ég einungis um pólitískan lit á einum: Það var Björn Bjarnason, sá maður sem líklega hefur bloggað einna lengst allra manna hérlendis. Næst þegar ég leit þarna inn blasti Salvör Gissurardóttir við mér!

    

„Samsæriskenningin“ í heild:

http://velstyran.blog.is/blog/velstyran/entry/94565/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Aldeilis hissa á samsæriskenningunni. Mín reynsla er að Morgunblaðið fer þvert á stjórnmálaflokka. Bæði bloggið og Mogginn birta greinar um allskonar efni.

Hef aldrei þurft að gera grein fyrir skoðunum mínum eða hvað í flokki ég stæði.

Venjuleg grasrót hefur málfrelsi, það er af hinu góða.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 28.12.2006 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband