Man. Utd. og framlag mitt í kosningabaráttunni

Ég búinn ađ fá nóg af kosningakjaftćđi alls stađar. Vil helst ekki horfa á annađ en veđurfregnir, hlusta á annađ en dagskrártilkynningar og lesa annađ en prófarkir. Ansa ekki síma ef ég ţekki ekki númeriđ.

 

Mér finnst ég ekki sjá heiminn eingöngu í hvítu og svörtu. Held ađ ég greini eitthvađ af litbrigđum. Ţess vegna kannski finnst mér hin pólitíska umrćđa svo vitlaus. Mér finnst hún einkennast af sleggjudómum, útúrsnúningum, stóryrđum, ofstćki og ruddaskap, svo fátt eitt sé taliđ - og öllu ţessu í svarthvítu.

          

En ţetta er nú bara ţađ sem mér finnst.

         

Í gamla daga hafđi ég gaman af ţví ađ fara á völlinn og horfa á fótbolta og gerđi ţađ oft - en mikiđ skelfing var ég laus viđ ađ halda međ einhverju sérstöku liđi. Mér fannst bara gaman ađ horfa á fótbolta og finnst ţađ enn. En aldrei hef ég hrópađ hvatingarorđ inn á völlinn og aldrei hef ég stokkiđ upp ćpandi til ađ fagna marki. Á vellinum klappađi ég ţegar mörk voru skoruđ, sama hvort liđiđ gerđi ţađ, en slíka kurteisi lćt ég eiga sig fyrir framan sjónvarpiđ.

           

Mér er í fersku minni leikur KR og ÍA á Laugardalsvellinum ekki alls fyrir löngu eđa fyrir liđlega fjörutíu árum. Ţá varđ hreinlega allt vitlaust. Ríkharđur Jónsson meiddist og var borinn af velli. Ég var í stúkunni skammt frá Agli rakara, einum hávćrasta stuđningsmanni KR-inga. Stuđningsmenn ÍA í stúkunni gerđu ađsúg ađ Agli og hrintu honum fram og aftur á milli sín eins og hann hefđi persónulega og af ásettu ráđi slasađ Ríkharđ.

           

Ţetta fannst mér ljótt. Og heimskulegt. Oft fer ţađ saman.

                    

Einmitt í ţessum anda er hin pólitíska barátta.

           

Ađ mér finnst.

      

              

Ósköp er ég orđinn eitthvađ heilagur. Oseisei. Osveisvei.

             

                            

Ég skrifađi hér á bloggiđ nokkrar línur um leik Manchester United og A.C. Milan. Ţetta er einhver fáránlegasti ţvćttingur sem ég hef skrifađ um dagana (vona ég). Ţetta rugl á ekki nokkra stođ í skođunum mínum eđa viđhorfum, eins og ţeir vita líklega sem ţekkja mig.

       

Mig langađi einfaldlega til ţess ađ taka ţátt í hinni pólitísku umrćđu eins og ađrir - á sama plani og ađrir og međ ámóta vandađri röksemdafćrslu og almennt er tíđkuđ. Í stađinn fyrir einhvern stjórnmálaflokk og leiđtoga hans setti ég Manchester United og sir Alex Ferguson.

            

Skiljiđi mig?

       

     

P.s.: Ég ţori ekki ađ lesa kommentin sem ţar eru komin ...  Undecided

 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Í einu kommentinu ţar vćni ég lesendur ţína um ađ vera húmorsleysingja, og býst ţví á hverri stundu viđ ađ sömu fótboltabullur kalli mig alvarlega málhalta, ef ekki hreinlega málfótbrotna. 

erlahlyns.blogspot.com, 3.5.2007 kl. 02:50

2 Smámynd: Halldór Egill Guđnason

Skil ţig vel, en ţér er alveg óhćtt ađ lesa "kommentin". Ţau hafa sést svartari. Ţakka fyrir ađ vera víđsfjarri ţessu kosningarugli og biđ ađ heilsa frá Máritaníu, ţar sem kosningar skipta akkurat engu máli. Sama endemisrugliđ og vitleysan í pólitískri umrćđu hefur sinn vanagang ţar sem annars stađar og er Ísland engin undantekning.

Halldór Egill Guđnason, 3.5.2007 kl. 02:54

3 identicon

Ţađ er gaman ađ halda međ liđinu sínu og vera partur af stórri heild sem hefur sömu vćntingar til liđsins.  Ađ standa til dćmis á áhorfendastćđunum á Anfield Road og syngja You'll Never Walk Alone međ 10.000 öđrum er ein af mínum bestu upplifunum. 

En ég skil alveg hvađ ţú meinar.  Ţetta er eins og ég og körfubolti; ég hef minna en engan áhuga á ţeirri íţrótt og grjótleiđist ef ég slysast til ađ kíkja á svoleiđis. 

Lilja Haralds (IP-tala skráđ) 3.5.2007 kl. 11:11

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Vilborg Traustadóttir, 3.5.2007 kl. 22:26

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband