Siðgæði á stórhátíðum

Heimur versnandi fer, einkum þó hin síðari ár, eins og hann hefur gert frá öndverðu. Nú er svo komið, að leyfilegt er að kaupa sér eitthvað að éta á föstudaginn langa, en slíkt var lengi bannað, enda spillir það allsherjarfriði og siðgæði. Auðvitað eiga allir að vera í faðmi fjölskyldunnar á stórhátíðum og borða það sem húsmóðirin eldar.

 

Annars rakst ég á málsgrein hjá öðrum bloggara, sem ég leyfi mér að gera einnig að mínum orðum. Hann var að fjalla um ramakvein út af einhverri samkomu núna í dag (sem ég er búinn að gleyma hver er) og sagði eitthvað á þessa leið:

                                         

Ég er þeirrar skoðunar, að það sé heillaríkara að huga að því sem maður sjálfur gerir en hafa sífellt áhyggjur af háttalagi annarra. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólrún Þórunn D Guðjónsdóttir

Alveg sammala. Er bara venjulegur fostudagur herna hja okkur, hefdi nu samt verid betra ad fa fri

Sólrún Þórunn D Guðjónsdóttir, 6.4.2007 kl. 08:24

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ég mun stunda föstur og bænahald í dag.  Gott fyrir heilsuna. 

Vilborg Traustadóttir, 6.4.2007 kl. 12:38

3 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Bingóið, já. Alveg skelfilegt! Ég þekki til dálítils hóps af gömlu fólki í þjónustublokk sem kemur saman á föstudögum hvert hjá öðru til skiptis yfir vetrarmánuðina og spilar bingó sér til dægrastyttingar, drekkur kaffi og spjallar saman. Vinningar eru ullarsokkar sem einhver konan hefur prjónað eða bollastatíf sem einhver kallinn hefur smíðað. Þetta fellur niður í dag því að það er bannað. Ólöglegt. Ókristilegt. Siðspillandi. Raskar helgidagafriði. Kellingarnar æpa upp yfir sig þegar þær fá bingó svo að prestar uppi í Borgarfirði hrökkva í kút. Guð er á móti þessu. Þau skreppa þá kannski í staðinn á rokktónleika. Það má.

Hlynur Þór Magnússon, 6.4.2007 kl. 12:39

4 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Sannarlega dreg ég ekki í efa að bænahald af hreinum huga sé gott fyrir heilsuna; jafnvel föstur líka, ef þær ganga ekki í öfgar.

Hlynur Þór Magnússon, 6.4.2007 kl. 12:43

5 identicon

Hóst ... hóst...já þessi orð eru sem rifin úr mínum skolti, heillaríkara að huga að síns sjálfs en háttalag annarra. En væri þá ekki betra að vera með slíkt á borði en í orði! Hef ekki betur séð en að þú hafir verið að hafa áhyggjur af háttalagi annarra á heimasíðu Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. 

Hóst....aðgát...hóst....nærvera....hóst...orðaborð 

Gunnar Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 13:57

6 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Ég hef engar áhyggjur af því, ágæti Gunnar ...

Hlynur Þór Magnússon, 6.4.2007 kl. 14:00

7 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Gott er að borða epli á föstudaginn langa!

Guðrún Magnea Helgadóttir, 6.4.2007 kl. 15:44

8 Smámynd: Sverrir Einarsson

"Nú er svo komið, að leyfilegt er að kaupa sér eitthvað að éta á föstudaginn langa, en slíkt var lengi bannað!

Hvað ertu að meina maður, ég þekki fullt af fólki sem býr við þær aðstæður að það er ekki með eldunaraðstöðu heima hjá sér og eru því nokkurskonar kostgangarar nútímans nema núna getur þetta fólk farið á ódýra matsölustaði og borðað........en það var ekki hæt fyrir nokkrum árum og þetta fólk bara varð að svelta yfir páskana næstum þvi.....en eins og þú segir þá heimur versnandi fer að þetta fólk geti nú borðað daglega....líka yfir páskana.

Annars gleðilega páska. það eru nefnilega ekki allir á Íslandi sem búa við þetta hefðbundna fjölskyldumynstur að eiga maka og börn til að vera í faðmi þegar vinnu lýkur.

Sverrir Einarsson, 6.4.2007 kl. 17:05

9 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Getur meiningin hjá mér nokkuð misskilist?

Hlynur Þór Magnússon, 6.4.2007 kl. 17:42

10 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mér er sama hvað hver segir. Föstudagurinn langi finnst mér alltaf  næstbesti dagur ársins. Sá besti er páskadagur. (Þriðji besti dagurinn er dagurin eftir þrettándann). Heilagleikinn má nú alveg vera í tvo daga í öllu þessu sukki og svínaríi.   

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.4.2007 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband