Mitt er að yrkja ...

Mitt er að yrkja, ykkar að skilja, sagði séra Matthías þegar hann var spurður hvað hann hefði meint á tilteknum stað.

 

Ég er hræddur um að einhver hafi misskilið bloggið mitt í gær, tekið orð mín bókstaflega - og talið mig ósáttan við að leyfilegt skuli vera að kaupa sér eitthvað að éta á stórhátíðum.

 

Það er öðru nær. Í því ljósi ber einnig að skoða orð mín um faðm fjölskyldunnar og það sem húsmóðirin eldar.

 

Aldrei hefði séra Matthías farið að útskýra orð sín með þessum hætti. En hann var heldur ekkert að reyna að vera kaldhæðinn.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Mér finnst nú erfitt að misskilja þessi orð þín. Hins vegar á ég erfitt með að skilja hvernig það fólk sem einn athugasemdamaðurinn umgengst fór að því að svelta um páskana áður fyrr því ekki var hægt að kaupa í matinn daglega. Ég satt að segja þekki engan sem kaupir í matinn hvern einasta dag. En þessum ágætu kunningjum mannsins er kannski ráð að benda á niðursuðuvörur, og annan mat sem geymist yfir heila helgi.

erlahlyns.blogspot.com, 7.4.2007 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband