Fćrsluflokkur: Bloggar

Skemmdarverkin í Heiđmörk og viđ Álafoss og vinstri grćn krosstré

Ţađ hefur veriđ međ ólíkindum ađ fylgjast međ hátterni bćjaryfirvalda í Kópavogi og Mosfellsbć varđandi skemmdarverkin í Heiđmörk og viđ Álafoss. Ţarna böđlast menn áfram eins og jarđýtur - međ jarđýtum - og gefa skít í lög og reglur. Bregđast svo viđ međ ósvífni og ósannindum ţegar fundiđ er ađ. Ruddaskapurinn er sumsé bćđi í orđi og verki.

 

Kemur kannski ekki öllum á óvart ţó ađ sjálfstćđismenn standi ađ slíku - ţeir eru ţó sjálfum sér samkvćmir. En ţegar vinstri grćnu krosstrén bregđast, loksins ţegar á ţau reynir, eins og í Mosfellsbć ...

                     

P.s.: Hvađ er eiginlega međ ţennan bloggvef? Hann er ámóta lipur í vöfum og olíuflutningaskip. Eđa er ţađ bara hjá mér?


Klámmyndatökur á Vestfjörđum - Kyla Cole á Laugarhóli

Umrćđan um fyrirhugađa klámkaupstefnu hérlendis og klámmyndatökur í íslenskri náttúru í tengslum viđ hana rifjar upp heimsókn klámstjörnu ađ nafni Kyla Cole og tökuliđs til Vestfjarđa fyrir tveimur árum. Međan á tökum stóđ dvaldist hópurinn á Hótel Djúpavík og á Laugarhóli í Bjarnarfirđi. Gamla síldarverksmiđjan á Djúpavík, sem á sínum tíma var vettvangurinn í Blóđrauđu sólarlagi Hrafns Gunnlaugssonar, varđ nú sviđsmynd enn metnađarfyllri verka. Heiti potturinn viđ sundlaugina á Laugarhóli bar nafngiftina „heitur“ pottur međ rentu - hafi hann ekki gert ţađ fyrr. Á sínum tíma var greint frá ţessu á fréttavefjunum strandir.is og bb.is og síđan eitthvađ á landsvísu, ef ég man rétt.

 

Kóngur tekur viđ ríki / morđ á Vesturgötu 13

Í gćr var 101 ár frá ţví ađ fyrsta fréttamyndin birtist í íslensku blađi, eins og Orri Harđarson minnti okkur á. Myndin birtist 17. febrúar 1906 í Ísafold, blađi Björns Jónssonar, síđar ráđherra, og sýndi hinn nýja konung Danmerkur og Íslands, Friđrik áttunda, flytja ávarp ţegar hann tók viđ konungdómi ađ föđur sínum látnum átján dögum fyrr. Ég brá mér sem oft áđur á Tímarit.is og fletti upp á myndinni og leyfi mér ađ smella henni hérna fyrir neđan.

 

Hinn „ungi“ konungur var 63 ára ţegar hann tók viđ ríkinu, en fađir hans, Kristján níundi, var á 88. aldursári ţegar hann lést. Kristján varđ fyrstur íslenskra ţjóđhöfđingja til ađ koma til Íslands, ţegar hann fćrđi Íslendingum stjórnarskrána ţjóđhátíđaráriđ 1874. Af ţví tilefni var ort til hans kvćđi sem byrjar ţannig: Stíg heilum fćti á helgan völl, og annađ sem byrjar svo: Stíg höltum fćti á hálan völl. Segja má ađ ţetta lýsi nokkuđ ólíkum viđhorfum. Friđrik áttundi kom til Íslands áriđ 1907. Hann ríkti ekki lengi, andađist 69 ára ađ aldri áriđ 1912.

 

Ţađ var ekki fyrr en í árdaga Morgunblađsins síđla árs 1913 sem fyrsta innlenda fréttamyndin birtist í íslensku blađi, en hún er miklu ţekktari en myndin af kónginum. Myndin í Ísafold er teikning en Morgunblađsmyndin er dúkrista; kannski ekki óviđeigandi, ţar eđ hún er af Dúkskoti í Reykjavík, ţar sem kona hafđi myrt bróđur sinn á eitri. Dúkskot var hús nr. 13 viđ Vesturgötu og bróđirinn andađist ţann 13. nóvember. Morgunblađiđ hóf göngu sína 2. nóvember og kom út sjö daga vikunnar. Myndin af Dúkskoti birtist á forsíđu 16. tölublađsins ţann 17. nóvember (sjá neđar).

                            

         

Ísafold 17. febrúar 1906    Mbl. 17. nóv. 1913

 

Fótboltabullur og ađrar karlrembur njóta sín um ţessar mundir

Bloggarinn Halla Gunnarsdóttir, sem bauđ sig fram til formennsku í KSÍ (Karlrembusambandi Íslands?) um daginn, er ekki međ opinn athugasemdadálk á síđunni sinni. Fyrst var ég hálfhissa. En ég er ţađ ekki lengur. Sóley Tómasdóttir og Katrín Anna Guđmundsdóttir og fleiri fá ţessa dagana - í tilefni af vćntanlegri klámráđstefnu hérlendis - ýmsar mis-smekklegar og mis-persónulegar athugasemdir í ćtt viđ ţá holskeflu sem dundi á Höllu um daginn á helsta vefsetri íslenskrar knattspyrnu (gras.is). Ţetta er á sömu bókina lćrt.

 

Nokkur dćmi (fyrstu ţrjú varđandi Höllu fengin hjá Hrafni Jökulssyni):

                                               

Kvennmenn eiga ekki ađ vera i fotbolta ţćr eiga ađ vera i playboy og stripparar

                                           

Ţessi Halla á álíka erindi í formannsstól KSÍ og Guđmundur í Byrginu.

                                     

mađur myndi auđvitađ frekar kjósa simpansa en ţessa Höllu

                                  

 ... hversvegna heyrđist EKKERT frá stígamótum eđa femínistum ţegar chippendales komu hingađ ?  Frétti reyndar ađ femínistar sem hátt hafa látiđ gegn klámi, mansali og öđru eins hafi veriđ ţarna á sjóvinu alveg ađ missa ţađ af greddu !

                                           

... femínistarnir vilja meina klámmyndaleikkonum ađ koma hingađ ţví ţćr eru líklegast međ meira á milli eyrnanna en ţćr!!!


Kennarar ţúađir á Hótel Sögu

Ég er ađ fara á kennarafagnađ annađ kvöld, kennarafagnađur er bara fínt orđ yfir fyllerí međ kennurunum, segir námsmađur einn hér á Moggabloggi. Ţá rifjast upp kvöldiđ ţegar ég át hćnsnakjöt í fyrsta sinn á ćvinni og ţúađi jafnframt kennarana mína í Menntaskólanum í Reykjavík í fyrsta sinn. Og ţeir mig. Ţetta var á Hótel Sögu í Bćndahöllinni, hótelinu sem núna er betur ţekkt sem Radisson-SAS og verđur víst bćkistöđ klćmingja á kvennafrídaginn*) eftir ţrjár vikur.

 

Getiđ ţér aldrei ţagađ nema á munnlegum prófum, helvítis fífliđ yđar? sagđi Guđni kj. enskukennari og síđar rektor eitt sinn viđ skólabróđur minn. Samskipti kennara og nemenda í MR voru mjög formleg á ţeim árum; hversu virđuleg ţau voru fór eftir einstaklingum og atvikum.

 

Ég man ekki lengur hvort stúdentaveisla MR var á sjálfan ţjóđhátíđardaginn; á ţví Herrans ári 1966 var hún a.m.k. um miđjan júní. Ţá slaknađi á formlegheitunum, skólinn hélt okkur nýstúdentum fagnađ á Hótel Sögu og kennararnir buđu okkur dús og meira í glasiđ. Eitthvađ fannst manni undarlegt ađ ţúa allt í einu Guđna Guđmundsson og ekki síđur Magnús Finnbogason magister, sem eitt sinn vísađi mér úr íslenskutíma fyrir ósvífni - og ţérađi mig um leiđ. Eđlilegra virtist ađ ţúa Ólaf Hansson, Baldur Ingólfsson og Vigdísi Finnbogadóttur - Ólaf á íslensku, Baldur á ţýsku og Vigdísi á frönsku. Af skiljanlegum ástćđum varđ latínukennarinn eigi ţúađur sérstaklega viđ ţetta tćkifćri.

 

Meira hvađ tíminn líđur! Ţađ er eins og ţetta hafi veriđ í gćr, nema hvađ ég er ekki međ höfuđverk. Samt eru himinn og haf á milli. Í minni sveit voru hćnsni ekki étin; ţau voru grafin ellidauđ ađ loknu löngu og farsćlu ćvivarpi. Og allar ţéringarnar! Ţá ţéruđu fréttamenn ráđherra og ţingmenn en allur gangur var á ţví hvort ţeir voru ţérađir á móti eđa hvort ţeim var yfirleitt ansađ. Nú er öldin önnur í samskiptum ţessara stétta.

 

Eitt af kvćđum vestfirska sveitaskáldsins Guđmundar Inga Kristjánssonar á Kirkjubóli hefst svona: Ţér hrútar ...

  

*) Síđbúin leiđrétting: Alţjóđlegi kvennadagurinn er 8. mars, Kvennafrídagurinn er 24. október. Dóttir mín hringdi í mig og benti mér á ţessa heldur hvimleiđu villu, sem helst mćtti kalla skriflegt mismćli; ég veit og vissi betur.

 Mbl. 17. júní 1966


Fiskveitingar

Núna ţegar dómarinn er búinn ađ glefsa í saksóknarann finnst mér rétt ađ skrifa nokkur orđ um hundinn og köttinn. Ţau eru bćđi ađ éta fisk í merkilega góđu samlyndi; máltíđin sameinar. Kisa er komin heim eftir margra daga fjarveru - annađ skiptiđ sem hún hverfur. Eftir ađ hundurinn kom til sögunnar hélt ég henni inni í vikutíma á međan ţau vćru ađ venjast hvort öđru. Loks hleypti ég henni út en hún lét sig hverfa. Nokkrum dögum seinna frétti ég ađ hún hefđi sést í grenndinni.

 

Allan tímann var ég međ kattarrifu á útidyrunum og ţurrmat og vatn í skálum og ljós í loftinu svo ađ kisa sći til. Lengi var maturinn óhreyfđur en svo var hann étinn eina nóttina. Nćstu nótt fór á sömu leiđ rétt eins og í ţjóđsögunum. Ţriđju nóttina ţegar ég gáđi fram var kisa ţar. Ţá urđu nú fagnađarfundir. Kisa át og át bćđi ţurrmat og blautmat og saup á vatni á milli og síđan lá hún í öruggri fjarlćgđ frá hundinum og malađi og prumpađi í senn. Á hundinum var órćđur svipur.

 

Ćtli ţađ grói nokkru sinni milli saksóknarans og dómarans? Kannski vćri ráđ ađ gefa ţeim fisk saman. Passa samt ađ hvor hafi sína skálina.

 

30.01.2007 Ţegar hundurinn kom og kisa beit mig svo ađ ég var nćrri dáinn úr stífkrampa

                   

ruv.is Baugsmál: Dómari stoppar saksóknara


Ljósmyndir úr Breiđavík 1962-64

Hallgrímur Sveinsson var forstöđumađur Vistheimilisins í Breiđavík á árunum 1962-64. Hann var ţá liđlega tvítugur ađ aldri og fyrir skömmu útskrifađur úr Kennaraskólanum (1961). Ljósmyndir frá lífi og starfi í Breiđavík á ţessum tíma má skođa á Ţingeyrarvefnum.

 

Eftir dvölina í Breiđavík var Hallgrímur stađarhaldari og bóndi á Hrafnseyri viđ Arnarfjörđ (Safn Jóns Sigurđssonar) í liđlega 40 ár og jafnframt kennari og skólastjóri á Ţingeyri í nokkra áratugi. Hann hefur rekiđ Vestfirska forlagiđ í mörg ár.

 

Ţingeyrarvefurinn - ljósmyndavefur

Ţingeyrarvefurinn

                      

Breidavik


Ýmsir farnir ađ rokka á Indlandi

Fyrir okkur sem vitum lítiđ um dćgurtónlist kemur Margaret Thatcher fyrst í hugann ţegar Járnfrúna ber á góma. Og ţegar fyrirsögn birtist ţess efnis ađ Járnfrúin hyggist rokka á Indlandi í fyrsta sinn, ţá beinist hugurinn ađ ónefndum íslenskum ţjóđhöfđingja, sem einnig lćtur til sín taka ţarlendis um ţessar mundir ...

The Iron Lady of the Western World. Me? A Cold War warrior? Well, yes - if that is how they wish to interpret my defence of values, and freedoms fundamental to our way of life. (Úr rćđu áriđ 1976. Skömmu áđur hafđi málgagn Rauđa hersins kallađ Margréti „járnfrúna“ sem hygđist blása til kalds stríđs á ný.)

Varđandi hugrenningatengsl má bćta ţví viđ, ađ varla heyri ég minnst á rokktónlist, hvađ ţá The Rolling Stones, sem mér skilst ađ hafi veriđ hljómsveit, ađ minn gamli kunningi núverandi sýslumađur á Selfossi komi ekki upp í hugann líka.

Annars hélt ég ađ iron maiden vćri eitthvađ allt annađ en iron lady ...

P.s.: Gott er ađ sjá, ađ tilefni síđustu fćrslu minnar er komiđ út úr heiminum.


mbl.is Járnfrúin ćtlar ađ rokka á Indlandi í fyrsta sinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kjaftháttur um Stefán Friđrik Stefánsson

Á Málefnavefnum er í gangi ţráđur helgađur Stefáni Friđrik Stefánssyni, einum af ofurbloggurunum hér á Moggabloggi, stjórnarmanni í Sambandi ungra sjálfstćđismanna og ritstjóra sus.is. Ţar er látiđ ađ ţví liggja ađ hann hafi gengiđ í Frjálslynda flokkinn og veriđ á Landsţingi hans um daginn. Síđan vex orđ af orđi og spjallarar belgja sig út af hneykslun á Stefáni og framferđi hans.

                  

Ţannig segir Ingimundur Kjarval: Mér finnst ţetta í meira lagi merkilegar upplýsingar. Ekki veit ég hvernig ég á ađ skilja ţćr ţó. Eitt er víst álit mitt á Stebba eykst ekki viđ ţessar upplýsingar ...

                     

Annar segir: Athyglisvert og lýsandi fyrir íslenska pólitík sem er bara kunningjapólitík og hugsjónir foknar út í veđur og vind. Ţetta ţing frjálslyndra var auđvitađ skandall ...

                       

Einhvern veginn finnst mér umrćđan á téđum ţrćđi ekki vera Málefnavefnum til mikils sóma. En ţađ er nú bara mín skođun.

           

Ćtli ţessi orđrómur sé á kreiki víđa?


Tíminn gengur aftur

Blöđin og tímaritin sem ţegar eru komin á netiđ hjá Landsbókasafni eru svo sem nćgilegur tímaţjófur, eins og ég hef áđur vikiđ ađ. Samt er gaman ađ fá ţar fleiri gömul dagblöđ. Ekki síst Tímann, sem var eina dagblađiđ sem ég las reglulega á árunum upp úr 1950. Ţá var Framsóknarflokkurinn ennţá stjórnmálahreyfing. Ţegar tómu brúsarnir komu međ mjólkurbílnum dag hvern voru nokkur kíló af skyri í einum brúsanum og Tímanum smeygt undir hölduna á lokinu. Höfđu ţá bćđi líkami og sál - efniđ og andinn - sína nćringu ţann daginn. Ţessi bólusetning viđ Framsóknarflokknum hefur enst vel. Aftur á móti er ég farinn ađ fást til ađ éta skyr.

 

Nú er greint frá ţví, ađ nćst eigi ađ mynda Tímann, Ţjóđviljann og Alţýđublađiđ til birtingar á netinu, sem og Dag á Akureyri. En ţá vantar Vísi, sem stofnađur var áriđ 1910 og lifđi ţangađ til hann var sameinađur Jónasi og Dagblađinu kringum 1980. Eđa lifir hann enn?

 

Var ekki sagt um Alţýđublađiđ á ţeim tíma ţegar ţađ var ađ dragast upp og verđa ađ engu, ađ ţađ kćmist fyrir í eldspýtnastokki? Ćtli Hrafn Jökulsson geti stađfest ţađ?

             

Skyldi Framsóknarflokkurinn komast fyrir í eldspýtnastokki núna? 


mbl.is Dagur, Tíminn, Alţýđublađiđ og Ţjóđviljinn á netiđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband