Fćrsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Ţau gleđitíđindi voru ađ berast velunnurum Samfylkingarinnar, ađ Jakob Frímann Magnússon er genginn úr flokknum. Ekki er langt síđan Valdimar Leó Friđriksson gekk líka úr Samfylkingunni. Ađ vísu fylgdu ţví ţau leiđindi fyrir Frjálslynda flokkinn, ađ Valdimar gekk í hann. Ţađ vegur upp á móti úrsögn Gunnars Örlygssonar úr Frjálslynda flokknum á sínum tíma. En - ţá gekk Gunnar í Sjálfstćđisflokkinn ...
Vćntanlega kemst Sjálfstćđisflokkurinn áđur en langt um líđur á par međ úrsögn Árna Johnsens.
Hvađa flokkur verđur ţá sá óheppni?
Jakob Frímann genginn úr Samfylkingunni | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.2.2007 kl. 00:00 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
23.2.2007
Hvađ á vegurinn ađ heita?
Lagning vegar milli Stranda og Breiđafjarđar um Arnkötludal og Gautsdal hefur veriđ bođin út (sjá kort). Ţađ er hiđ besta mál. En ţá kemur ađ nöldri yfir smámunum, sem sumir kalla: Nöfnum og númerum vega. Jónas Guđmundsson sýslumađur í Bolungarvík, sem hefur í mörg ár beitt sér fyrir ţessum vegi, hefur ćvinlega kennt hann viđ Arnkötludal. Ţađ hafa líka ađrir gert sem um hann hafa fjallađ. Fram ađ ţessu.
Í útbođi Vegagerđarinnar er vegur ţessi nefndur Tröllatunguvegur. Viđ ţađ hafa ýmsir athugasemdir fram ađ fćra. Jón Jónsson ferđafrömuđur á Kirkjubóli viđ Steingrímsfjörđ, Strandamađur í húđ og hár, skrifar athyglisverđa fćrslu um ţetta á bloggi sínu og rökstyđur mál sitt vel. Ég leyfi mér hér ađ vísa í hana og geri orđ hans ađ mínum. Jafnframt vísa ég í fćrslukorn mitt um veg ţennan fyrir nokkrum vikum.
P.s.: Ég veit ađ umrćđuefni af ţessu tagi er ekki til ţess falliđ ađ auka ađsókn ađ blogginu mínu. Lofa ađ tengja nćst í einhverja heimsfrétt, svo sem af yfirvofandi jarđarför Önnu Nicole Smith eđa hársprettunni hjá Britney Spears og lýsa skođunum mínum í ţeim efnum (ţarf ađ koma mér upp skođunum).
22.2.2007
Titringur á heimasíđu SnowGathering ...
[Uppfćrt] Breytingar hafa veriđ gerđar á vef hinnar umdeildu ráđstefnu 2007 SnowGathering, sem haldin verđur hérlendis í nćsta mánuđi. Felld hefur veriđ brott undirsíđa međ titlinum Attendees, en ţar voru myndir af ţátttakendum ásamt tenglum í klámvefi ţeirra. Međal ţeirra voru vestur-íslensku brćđurnir Hjorleifsson, en á forsíđunni á ţeirra vef er tengill í annan vef sem helgađur er beinum og augljósum skírskotunum til barnagirndar. Líklega ţykir slíkt ekki heppilegt á međan ráđstefnan er undir smásjá hérlendis.
Í yfirlýsingu sem sett hefur veriđ inn á vef SnowGathering er lýst undrun á viđbrögđum viđ fréttum af fyrirhugađri ráđstefnu. Framkvćmdastjóri ráđstefnunnar leggur á ţađ áherslu, ađ allir sem sćki hana séu andvígir barnaklámi og mansali. Ţađ eina sem hćgt vćri ađ gagnrýna dagskrá ráđstefnunnar fyrir sé heimsókn á nektarklúbb, en verđi gerđar athugasemdir af ţví tagi yrđi ţađ ađ teljast hrćsni á hćstu gráđu, ţar sem u.ţ.b. sex löglegir nektarklúbbar séu starfandi í miđborg Reykjavíkur ...
Nú held ég vćri ráđ, ekki síst í ljósi nýlegra yfirlýsinga og samţykkta borgarstjóra og borgarstjórnar, ađ ţetta síđasta verđi tekiđ til athugunar - er miđbćrinn morandi í nektarklúbbum? - jafnframt ţví sem áđurnefnd tilvísun á vef Vestur-Íslendinganna verđi athuguđ betur. Hún samrćmist fremur illa ţví sem fram kemur í yfirlýsingunni á vef SnowGathering um viđhorf ţátttakendanna til barnakláms ...
Viđbót: Komin er ný tilkynning á vef SnowGathering-ráđstefnunnar, ţar sem greint er frá ţví ađ henni hafi veriđ aflýst. Međ fylgir mynd af grindhvaladrápi Íslendinga međ eftirfarandi texta: Endangered whales slaughtered against their own will! - Hvölum í [útrýmingar]hćttu slátrađ gegn vilja sínum!
Viđbót 2: Nú er mér bent á, ađ komin sé mynd af reyđarhval í vinnslustöđ í stađinn fyrir myndina af grindhvalavöđu í fjöru. Textinn er hinn sami; hvalurinn hefur veriđ drepinn gegn vilja sínum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:04 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
21.2.2007
Skemmdarverk í mínu nafni ...
Stundum getur veriđ erfitt ađ verja góđan málstađ*) ţegar ofstćkismenn segjast standa ađ honum líka, jafnvel eigna sér hann. Ţetta gildir auđvitađ ekki bara um náttúruvernd. Ég tel mig náttúruverndarsinna - og svo fréttist aftur og aftur af fólki sem einnig telur sig náttúruverndarsinna og hagar sér eins og fífl í nafni málstađarins. Vegna hegđunar ţessa fólks er minna mark tekiđ á mér! Ţađ breytir engu í mínum huga ţótt Frelsissamtök Jarđar hafi framiđ skemmdarverk á röngum vinnuvélum í eigu rangra ađila á röngum stađ og röngum tíma - verknađurinn er hinn sami, viljinn er hinn sami.
Ţađ hefur oft komiđ fram, ađ ég er andvígur frekari stórvirkjunum hérlendis og andvígur endalausri álveravćđingu landsins. Ţađ hefur komiđ fram, ađ ég er andvígur hvalveiđum Íslendinga - ekki vegna sérstakrar ástar á stórgáfuđum og fallegum dýrum, ekki vegna meiri ástar á hvölum en t.d. nautgripum og silfurskottum, heldur einfaldlega af praktískum ástćđum. Einmitt vegna ţessara viđhorfa minna finnst mér slćmt ţegar skemmdarvargar hafa sig í frammi í nafni náttúruverndar og hvalafriđunar - og ţar međ ađ vissu leyti í mínu nafni.
Ofstćki er fylgifiskur heimsku, eins og kunnugt er. Mörg dćmi ţess hefur mátt sjá t.d. í athugasemdum hjá Katrínu Önnu Guđmundsdóttur og Sóleyju Tómasdóttur hér á Moggabloggi, svo og á knattspyrnuvefnum gras.is í tilefni af frambođi Höllu Gunnarsdóttur til formennsku í KSÍ um daginn, eins og ég hef áđur vikiđ ađ. Heldur einhver ađ ţađ sé bara tilviljun, ađ ţeir sem fara fram af mestu ofstćki skuli yfirleitt vera nánast óskrifandi?
Frétt á ruv.is (vill ekki talsmađurinn Ólafur Páll Sigurđsson gefa sig fram?):
Í janúar birtist á vef EarthFirst yfirlýsing ţess efnis ađ hópur sem kallar sig Earth Liberation Front, eđa ELF, hefđi skemmt ţrjár vinnuvélar á vegum Alcan og skammstöfun ELF skilin eftir á vinnuskúr.
Í yfirlýsingunni kemur fram ađ veriđ sé ađ stćkka verksmiđjuna út í verđmćtt hraunlendi án samţykkis bćjarbúa í Hafnarfirđi eins og búiđ hefđi veriđ ađ lofa. Hópurinn stóđ ţví í ţeirri trú ađ framkvćmdir viđ stćkkunina vćru hafnar, en eins og fram kom í morgunfréttum var veriđ ađ vinna viđ skólphreinsistöđ í Hafnarfirđi. Ţá er í lok yfirlýsingarinnar bent á heimasíđu Saving Iceland ef menn vilja frekari upplýsingar um hvernig veriđ sé ađ eyđileggja síđustu auđn Evrópu.
Fréttastofa hefur ekki náđ í Ólaf Pál Sigurđsson talsmann Saving Iceland til ađ inna hann eftir tengslum samtakanna viđ EarthFirst, en framangreind yfirlýsing var einnig birt á heimasíđu Saving Iceland.
*) Ţađ sem hver og einn telur góđan málstađ; slíkt er einstaklingsbundiđ, eins og kunnugt er ...
Segjast hafa skemmt vinnuvélar í mótmćlaskyni | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:53 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
19.2.2007
Fćr Ólafur Ragnar ađ gerast frímúrari?
Enn eru menn farnir ađ ţrasa um embćtti forseta Íslands (les: persónuna sem gegnir embćttinu) - á fimmtán ára afmćli hins skítlega eđlis. Sumir geta seint fyrirgefiđ ţjóđinni ađ hafa kosiđ Ólaf Ragnar Grímsson en ekki Pétur Kr. Hafstein eđa Ástţór Magnússon.
Fyrir skömmu var ţess krafist ađ forsetaembćttiđ mćtti í yfirheyrslu fyrir utanríkismálanefnd út af setu Ólafs Ragnars í klúbbi á Indlandi. Núna rćddi Sjónvarpiđ viđ lagaprófessor sem sagđi ađ forsetaembćttiđ heyrđi undir forsćtisráđuneytiđ - vćntanlega međ svipuđum hćtti og Hagstofa Íslands gerđi til skamms tíma. Ólafur Ragnar segir hins vegar sjálfur ađ embćttiđ heyri ekki undir neitt ráđuneyti heldur sćki ţađ umbođ sitt til almennings.
Ţess má geta, ađ Ólafur Ragnar Grímsson er doktor í stjórnmálafrćđi og fyrrverandi prófessor í ţeirri grein. Auk ţess hefur hann haft bćđi löggjafarvald og framkvćmdavald međ höndum sem alţingismađur og ráđherra.
Hvernig hefđi veriđ ađ spyrja prófessor í stjórnmálafrćđi út í ţetta mál? Ţar hefđu bćđi dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson og dr. Svanur Kristjánsson komiđ vel til greina, allt eftir ţví hvađa svör menn hefđu viljađ fá ...
Mér skilst ađ Ólafur Ragnar hafi ekki mćtt í yfirheyrsluna hjá Halldóri Blöndal og utanríkismálanefnd um daginn. Kannski hefur hann haft öđrum hnöppum ađ hneppa í útlöndum, líkt og Jón Ásgeir Jóhannesson stundum. En ef honum skyldi nú detta í hug ađ ganga í rótarýklúbb, eđa bókmenntaleshring - á hann ţá ađ sćkja um leyfi hjá félagsmálanefnd eđa menntamálanefnd Alţingis eđa spyrja Geir H. Haarde beint?
Ćtli Sveinn Björnsson og Ásgeir Ásgeirsson hafi sótt um leyfi til ađ sćkja fundi í frímúrarareglunni og greint ţingnefndum frá starfinu ţar?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:56 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
Ţađ hefur veriđ međ ólíkindum ađ fylgjast međ hátterni bćjaryfirvalda í Kópavogi og Mosfellsbć varđandi skemmdarverkin í Heiđmörk og viđ Álafoss. Ţarna böđlast menn áfram eins og jarđýtur - međ jarđýtum - og gefa skít í lög og reglur. Bregđast svo viđ međ ósvífni og ósannindum ţegar fundiđ er ađ. Ruddaskapurinn er sumsé bćđi í orđi og verki.
Kemur kannski ekki öllum á óvart ţó ađ sjálfstćđismenn standi ađ slíku - ţeir eru ţó sjálfum sér samkvćmir. En ţegar vinstri grćnu krosstrén bregđast, loksins ţegar á ţau reynir, eins og í Mosfellsbć ...
P.s.: Hvađ er eiginlega međ ţennan bloggvef? Hann er ámóta lipur í vöfum og olíuflutningaskip. Eđa er ţađ bara hjá mér?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:36 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggarinn Halla Gunnarsdóttir, sem bauđ sig fram til formennsku í KSÍ (Karlrembusambandi Íslands?) um daginn, er ekki međ opinn athugasemdadálk á síđunni sinni. Fyrst var ég hálfhissa. En ég er ţađ ekki lengur. Sóley Tómasdóttir og Katrín Anna Guđmundsdóttir og fleiri fá ţessa dagana - í tilefni af vćntanlegri klámráđstefnu hérlendis - ýmsar mis-smekklegar og mis-persónulegar athugasemdir í ćtt viđ ţá holskeflu sem dundi á Höllu um daginn á helsta vefsetri íslenskrar knattspyrnu (gras.is). Ţetta er á sömu bókina lćrt.
Nokkur dćmi (fyrstu ţrjú varđandi Höllu fengin hjá Hrafni Jökulssyni):
Kvennmenn eiga ekki ađ vera i fotbolta ţćr eiga ađ vera i playboy og stripparar
Ţessi Halla á álíka erindi í formannsstól KSÍ og Guđmundur í Byrginu.
mađur myndi auđvitađ frekar kjósa simpansa en ţessa Höllu
... hversvegna heyrđist EKKERT frá stígamótum eđa femínistum ţegar chippendales komu hingađ ? Frétti reyndar ađ femínistar sem hátt hafa látiđ gegn klámi, mansali og öđru eins hafi veriđ ţarna á sjóvinu alveg ađ missa ţađ af greddu !
... femínistarnir vilja meina klámmyndaleikkonum ađ koma hingađ ţví ţćr eru líklegast međ meira á milli eyrnanna en ţćr!!!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.2.2007 kl. 01:57 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
Fylgi stjórnmálaflokkanna er eins og rótlaust ţangiđ; rekst ţađ um víđan sjá. Ćtli hlutfall hinna óákveđnu og ţeirra sem flakka á milli frá einni könnun til annarrar hafi nokkru sinni veriđ eins hátt? Er ţetta vitnisburđur um aukiđ sjálfstćđi kjósenda? Eđa vitnisburđur um vantraust á krosstrjám samfélagsins?
Ađ minnsta kosti virđist ýmislegt í fréttum og umrćđu ađ undanförnu varla til ţess falliđ ađ auka traustiđ á ţeim sem fara međ forsjána.
Ekki samt meira um Byrgiđ og Breiđavík og annađ slíkt ađ sinni. Ađeins ein málsgrein, nánast af handahófi, til umhugsunar varđandi hvern stjórnmálaflokk:
- Framsóknarflokkurinn og áróđursbćklingurinn sem heilbrigđisráđherra lét Framkvćmdasjóđ aldrađra borga.
- Samfylkingin og stefnur hennar, allt eftir ţví hver talar og hvar og hvenćr.
- Sjálfstćđisflokkurinn og Árni Johnsen.
- Vinstri grćnir og afstađa ţeirra til umhverfismála í Mosfellsbć, loksins ţegar á eitthvađ annađ reynir en stóryrđi í stjórnarandstöđu.
- Frjálslyndi flokkurinn og allt sem honum viđkemur.
Ţađ er forvitnilegt ađ líta yfir fyrirsagnir. Ekki var upplífgandi ađ renna yfir fyrirsagnirnar á mbl.is í gćrmorgun:
Flugeldur sprengdur viđ heimili lögreglumanns á Skagaströnd
Reyndi ađ flýja vettvang eftir ađ hafa ekiđ á bílRéđust inn til stúlku í verbúđ
Pallbíll á 129 km hrađa á Sandgerđisvegi
Fylgi Samfylkingar eykst á ný
Varla er ţessi lesning til ţess fallin ađ auka traustiđ á mannskepnunni og samfélaginu.
Svo eru ađrar fyrirsagnir. Eins og t.d. ţessi KSÍ-frétt, sem ég sá einhvers stađar: Eggert hćttir eftir 18 ár. Hvađ ćtli hann verđi ţá orđinn gamall? hugsađi ég međ mér.
Eđa ţessi af visir.is: Karlmađur beit lögreglumann. Af hverju er tekiđ fram ađ ţetta hafi veriđ karlmađur? Til ađ fría Birnu Ţórđardóttur af grun? Eđa ţykir ţetta bara svo merkilegt, sbr. dćmiđ gamla: Hundur bítur mann er engin frétt; Mađur bítur hund er frétt.
Undir fyrirsögninni Skemmtilegur flćkingsfugl var ekki veriđ ađ fjalla um Kristin H. Gunnarsson.
Sagt var frá dómi yfir gamlingja sem skemmdi hina frćgu hlandskál Duchamps frá 1917. Menn virđast ekki átta sig á ţví, ađ bćđi skemmdarverknađurinn og dómurinn eru hluti af gjörningnum sem listamađurinn byrjađi á fyrir níutíu árum. Verkinu er ekki lokiđ. Hvađ gerist nćst?
Ţá dettur mér í hug, ađ hlandskál Duchamps og Framsóknarflokkurinn eru nokkurn veginn jafngömul.
Fleiri skúlptúrafréttir. Gufuorgel vann í samkeppni um listaverk viđ Hellisheiđarvirkjun. Ég er svo fattlaus ađ ég hugsađi međ mér ţegar ég sá ţessa fyrirsögn: Ćtli ţessi Musju Gufuorgel sé franskur eins og Marcel Duchamp?
Ađ síđustu ţessi: Sigurđur Kári međ leikrit á Alţingi.
Er ţađ fréttnćmt ađ ţingmađur sé međ leikrit á Alţingi?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:12 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
Hvađ í ósköpunum er ţetta eiginlega? Á ráfi mínu á vefnum rakst ég á bréf, dagsett fyrir rúmum ţremur árum, sem sagt er ađ hafi veriđ sent til allra ţingmanna. Í ţví bréfi er vitnađ í annađ bréf (og tengt í ţađ á pdf-formi), dagsett fyrir rúmum sex árum, stílađ á Lögreglustjórann í Reykjavík. Undir báđum bréfunum er nafniđ Guđrún Magnea Helgadóttir.
Hvađ er hér á ferđinni? Ţráhyggja ţessarar konu? Grátt gaman á kostnađ hennar? Eđa liggja einhver sannleikskorn ţarna ađ baki?
Guđrún Magnea Helgadóttir er í Íslendingabók, tćplega sextug ađ aldri, og í Símaskránni, skráđ í Látraseli í Reykjavík. Skrifađi hún í rauninni ţessi bréf? Hver kom ţessu á vefinn?
Lesningin er eins og reyfari. Viđ sögu koma morđ á nafngreindri konu (móđursystur morđingjans), ţjófnađur úr peningaskáp á auđćfum sem Ásbjörn Ólafsson heildsali átti ađ hafa látiđ eftir sig, fimmtíu tonna bjarg á lóđinni ađ Markarflöt 11 í Garđabć og lík Geirfinns grafiđ ţar undir, samsćri á ćđstu stöđum um ađ hindra framgang réttvísinnar, skuggalegar mannaferđir á nćturţeli, fundir međ nokkrum af ćđstu mönnum lögreglunnar og svo framvegis.
Eiginlega get ég ekki litiđ á ţetta sem neitt annađ en heilaspuna - rugl sem enginn hafi tekiđ neitt mark á og ekkert mark sé á takandi. En - hefur ekki stundum sitthvađ komiđ á daginn sem enginn vildi hlusta á, vitnisburđir sem enginn tók neitt mark á?
Byrgiđ, svo dćmi sé tekiđ? Hefur margt nýtt komiđ fram í ţví máli ađ undanförnu? Ţađ held ég varla. A.m.k. líklega fátt sem landlćknir og Magnús Stefánsson, sem nú er félagsmálaráđherra, höfđu ekki vitađ árum saman. Núna er landlćknir búinn ađ biđjast afsökunar á ţví ađ hafa stungiđ undir stól ţeim alvarlegu upplýsingum sem Pétur Hauksson geđlćknir lét embćttinu í té áriđ 2002. Ég man ekki hvort ţađ var lćknirinn eđa stúlkurnar í Byrginu sem hann bađ afsökunar. Er Magnús kannski líka búinn ađ biđjast afsökunar?
Breiđavík? Varla hefur nokkuđ nýtt komiđ fram í ţví máli ađ undanförnu, ţó ađ allir séu ađ tala um ţađ. Meira ađ segja hafa frásagnir af ástandinu í Breiđavík komiđ fram í bókum fyrir langalöngu. Sćvar Marinó Ciesielski sagđi skilmerkilega frá ţví á sínum tíma - já, pilturinn sem dćmdur var fyrir morđiđ á Geirfinni Einarssyni en hefur ć síđan haldiđ fram sakleysi sínu af fullri stađfestu. En ţađ tók enginn mark á Sćvari Ciesielski í ţví efni fremur en öđru. Sadistar í störfum hjá ríkinu héldu bara áfram ađ ţjóna sinni lund međ ţví ađ misţyrma honum á sál og líkama, rétt eins og gert hafđi veriđ í Breiđavík. Ađ ţessu sinni í Reykjavík. Tilgangurinn var auđvitađ göfugur: Ađ fá helvítis rottuna (eins og hann var jafnan kallađur) til ađ játa á sig morđ. Í Guđmundar- og Geirfinnsmálum heppnuđust ţćr ađferđir svo vel, ađ frambođ á játningum var langt umfram eftirspurn og ţurfti ađ skera niđur svo ađ sćmilega trúverđugt gćti talist fyrir dómi.
Og varđandi ţessi bréf konunnar sem enginn virđist hafa tekiđ neitt mark á: Í ljósi ţess ađ Geirfinnsmáliđ hefur aldrei veriđ upplýst međ viđhlítandi hćtti ...
Viđbót um hádegisbil: Var ađ lesa umfjöllun Fréttablađsins á visir.is um bókina Stattu ţig drengur, sem út kom fyrir ţremur áratugum, en ţar greinir Sćvar Ciesielski m.a. frá dvöl sinni í Breiđavík. Bókinni var úthýst af almenningi og segir Jóhann Páll Valdimarsson, útgefandi hennar, ađ hann hafi hreinlega veriđ afskrifađur í faginu á ţeim tíma. Ég fann fyrir alveg gríđarlegri andúđ og varđ fyrir miklum árásum vegna hennar, segir hann. Höfundur bókarinnar, Stefán Unnsteinsson, veltir ţví alvarlega fyrir sér hvort Breiđavíkurmáliđ eigi eftir ađ leiđa til ţess ađ Geirfinnsmáliđ verđi tekiđ upp enn á ný: Ţar voru líka ákveđin mistök gerđ og ţađ eru til ótal vitni sem eru reiđubúin ađ varpa réttu ljósi á máliđ.
Ákveđin mistök! Kurteis mađur, Stefán Unnsteinsson.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (17)
9.2.2007
Kristinn er Kolbeinsey
Kristinn H. Gunnarsson alţingismađur hefur veriđ kallađur flokkaflakkari; jafnvel er svo ađ skilja ađ hann ţvćlist fram og aftur á vettvangi stjórnmálanna. Ţessu er ég ósammála. Ađ mínu viti er Kristinn fasti punkturinn í pólitíkinni. Stefnumál flokkanna eru á sífelldu iđi, flokkarnir sjálfir á reki fram og aftur fyrir straumum og vindum líkt og hafís. Kristinn stendur kjur á landgrunninu.
Hann er Kolbeinsey íslenskra stjórnmála.
Tillaga til ţingsályktunar um styrkingu Kolbeinseyjar: Ţađ er álit flutningsmanna ađ tímabćrt sé ađ Alţingi lýsi yfir vilja sínum til ţess ađ allt verđi gert sem innan viđráđanlegra marka getur talist til ađ styrkja Kolbeinsey og feli ríkisvaldinu ađ hafa forgöngu um mótun áćtlunar í ţví skyni.
20.01.2007 Hvađ gerir Kristinn H. Gunnarsson?
Kristinn segir sig úr Framsóknarflokknum | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |